Viero bakpoki frá Wings
Fjölnota bakpoki, sem er líka hægt að nota sem handtösku. Hægt að nota þessa tösku við mismunandi aðstæður, fullt af hólfum og vösum fyrir skipulagið. Aðal hólfið er bæði hægt að opna á hliðinni og að ofan, ásamt tveimur minni vösum, einnig einn vasi með rennilás. Tveir vasar eru framan á töskunni, einn stærri og einn minni, þar sem hægt er að geyma skjöl og minni hluti. Hólf fyrir 17″ fartölvu með gúmmíól til að tryggja að tölvan renni ekki úr hólfinu. Einnig er USB tengihólf þannig að auðvelt er að tengja hleðslubanka og hlaða rafmagnsvörur á ferðinni.
Leynivasi er á þessum bakpoka sem er frábært fyrir verðmæti einnig er ferðatöskufesting. Unnin úr hægæða vatnsheldu efni sem tryggir að innihald sé farið frá raka og bleytu. Upphengilykkja er á bakpokanum, stíf en mjúkur svampur er í bakinu og axlarólum fyrir þægindi og einnig er brjóstól fyrir aukin stuðning á ferðinni. Flottur bakpoki en samt mjög léttur!
Unninn úr hágæða vatnsheldu efni, þetta er alvöru bakpoki sem verndar innihaldið í hvaða veðri sem er. Tilvalinn sem frí handfarangur í flugi.
Nánar:
- Hágæða vatnshelt efni
- Virkar bæði sem bakpoki og handtaska
- Innbyggt USB tengihólf
- Lítill vasi framan á og falinn vasi aftan á
- Hólf fyrir 17″ fartölvu
- Vasi fyrir spjaldtölvu
- Brjóst festing
- Stærð: sirka. 42 x 29 x 15 cm (hæð x breidd x dýpt)
- Þyngd: sirka. 0,82 kg
- Rúmmál: sirka. 20 L