Að versla

Viðskiptavinur pantar og greiðir fyrir vöruna með millifærslu eða kreditkorti, um leið og staðfesting á greiðslu hefur borist sendum við vöruna til viðskiptavinar.

Viðskiptavinur fær sendan tölvupóst um stöðu pöntunarinnar og getur fylgst með ferlinu í gegnum aðganginn sinn.

 

Afhending

Vörur sem eru pantaðar hjá Smart Boutique eru sendar með Íslandspósti og ættu að berast til viðskiptavinar á 1-3 virkum dögum eftir pöntun innanlands.

Komi það fyrir að vörur eru uppseldar látum við vita með tölvupósti.

 

Sendingakostnaður

Vörur eru sendar með Íslandspósti, Smart Boutique býður upp á ókeypis sendingakostnað innanlands en þá er sent á næsta pósthús.

 

Greiðslur og öryggi við pantanir-dulkóðun

Hægt er að greiða með kreditkorti eða millifærslu.

Öll vinnsla kreditkortanúmera á netinu er dulkóðuð svo að öryggi kaupenda sé tryggt. Allar viðkvæmar upplýsingar,  s.s. kreditkortanúmer, sem gefnar eru upp hjá Smart Boutique eru dulkóðaðar áður en þær eru sendar til okkar, það er gert svo að óviðkomandi aðilar komist yfir þessar upplýsingar. Notast er við greiðslukerfi Borgun.

 

Verð

Öll verð hjá Smart Boutique eru með virðisaukaskatti. Vinsamlegast athugið að verð geta breyst án fyrirvara og öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur eða myndbrengl.

 

Vörur

Við leggjum okkur fram um að sýna allar vörurnar okkar í réttum litum. Það er hinsvegar útilokað að ábyrgjast alveg rétt litbrigði eins og þau birtast á þínum tölvuskjá vegna þess að vefmyndir búa við ákveðnar takmarkanir.

 

Skilaréttur

Viðskiptavinur getur skipt vörum innan 30 daga gegn inneignarnótu, en þá þarf vara að vera í upprunalegu ástandi og kvittun skal fylgja. Útsöluvörum fæst einungis skipt fyrir aðrar útsöluvörur.

Sendingakostnaður er einungis endurgreiddur ef um galla er að ræða.

Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu-og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.

 

Trúnað og persónuupplýsingar

Fullum trúnaði er heitið vegna persónuupplýsinga. Smart Boutique leggur áherslu á að varðveita allar upplýsingar á öruggan hátt og ekki áframsenda netföng eða annað sem tengist viðskiptavinum.

 

Varnarþing

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli.