Wren handfarangurstaska frá Wings
Praktísk og flott handfarangurstaska sem passar sem frí handfarangur hjá flestum flugfélögum. Unnin úr endingargóðu polyester og hágæða jacquard, sem tryggir endingu. Mjög létt taska með stóru aðalhólfi sem rúmar allt það helsta. Vasar og hólf utan sem innan, fyrir skipulagið. Fóðruð haldföng og stillanleg axlaról fyrir þægindi á ferðalagi ásamt góðum rennilásum. Gúmmíhlífar undir töskunni sem vernda botnin fyrir óhreinindi og tryggir stöðugleika. Einnig er festing fyrir ferðatösku aftan á töskunni.
Nánar:
- Stillanleg axlaról fylgir
- Ferðatöskufesting aftan á
- Fóðrað haldfang
- Efni: Jacquard og Polyester
- Stærð: 40x20x25cm (breidd x dýpt x hæð)
- Rúmmál: 20 L
- Þyngd: 0.42 kg