- Ytra byrði – ABS (Akrylonitryl, Butadien, Styren)
- Stærðir á hæstu punktum:
- Large ferðataska: 76x49x29 cm, 3,8kg, 97 l
- Medium ferðataska: 65,5x43x25 cm, 3,2kg, 63 l
- Small ferðataska (handfarangur): 55x38x21,5 cm, 2,5kg, 38 l
- X-small ferðataska: 51x34x19 cm, 2,3kg, 28 l, minnkar um 8cm þegar hjólunum er smellt af.
- 4 hjól með 360°snúning
- Talna lás
- Tveggja lenginga telescopic handfang
- Vandað invols með hólfum og öryggis teygjum til þess að festa farangur
- Tveggja ára verksmiðju ábyrgð
Meira um ábyrgðina:
Takk fyrir að velja Wings ferðatöskur, við vonum að ferðatöskurnar frá okkur verði góður ferðafélagi um ókomin ár.
Notkun:
Notist á viðeigandi hátt. Fyllið ekki töskuna með þungum hlutum sem eru óreglulegir í laginu. Passið að pakka ferðatöskuna á sem jafnastan hátt. Ef að skemmdir verða á töskunni mælum við eindregið með að gert sé við hana hjá viðurkenndum viðgerðaraðila. Þrífið með mjúkum klút, vatni og sápu (hitastig 20-40°C).
Ábyrgð:
Wings vörurnar eru með 24 mánaða verksmiðjuábyrgð. Hvort sem það er ytra eða innra byrði, allir gallar sem koma upp eru í ábyrgð ef um eðlilega notkun er að ræða.
Ábyrgðin gildir ekki um eftirfarandi:
- Skemmdir sem verða á töskunni hvort sem um er að ræða óvart eða með ásetningi. T.d vegna bruna, skorið sé í töskuna, rifin eða almennt slit sem verður til við notkun.
- Skemmdir sem verða á töskum í flugi eða við annan flutning. Þá skal hafa samband við viðkomandi flutningsaðila og fá töskuna bætta. (ATH það þarf að fylla út skýrslu á viðkomandi flugvelli ef taska skemmist í flugi!)
- Litabreytingar vegna óhóflegrar UV geislunar af völdum sólar eða aðrar skemmdir af manna völdum.